Trommuskóli Gunnars Waage

Trommuskóli Gunnars Waage var fyrsti tónlistarskóli landsins með sérstaka trommusettsbraut. Hér var horfið frá hinni klassísku slagverksnámsskrá og kennt eftir nýrri námskrá fyrir trommusett. Skólinn hefur starfað í 10 ár og hefur á þessum tíma getið sér orð fyrir að útskrifa afburða trommusettsleikara, raunar nokkra af bestu trommuleikurum landsins.

Frístundastyrkur ÍTR greiðir nám nemenda undir 12 ára aldri að fullu hér við Trommuskólann. Hér er því framfylgt stefnu stjórnvalda um jafnt aðgengi að listnámi óháð efnahag.

Samstarf við aðra skóla

Skólinn hefur átt samstarf við McnallySmith College of Music í Minnesota í Bandaríkjunum.

Almenn Deild

Almenn Deild er sótt af nemendum á öllum aldri, byrjendum jafnt sem lengra komnum.

Nám á háskólastigi

60 eininga nám á háskólastigi í alhliðatrommusettsleik.

 

Trommuskóli Gunnars Waage s:865-5890 e-mail info@trommuskolinn.com